Um okkur
Skógræktarfélag Villingaholtshrepps var stofnað 8. apríl 1951 og er deild innan Skógræktarfélags Árnesinga.
Aðal hvatmaður að stofnun þess var Óli Kr. Guðbrandsson þáverandi skólastjóri í Villingaholtskóla. Félagið fékk úthlutað landspildu (1,2 ha.) í eigu hreppsins í Skagási og var fyrstu plöntunum plantað þar árið 1952. Fullplantað var í það svæði árið 1957.
Félagið lá í dvala í nokkur ár en var endurvakið árið 1987 og hefur verið starfandi síðan. Árið 1998 afhentu landeigendur í Breiðholti, Geir Baldursson og Hjördís Þórðardóttir, Skógræktarfélaginu stærra svæði til afnotar og var svæðið stækkað í 4,4 ha. Í dag hefur verið plantað í nánast allt svæðið.
Rúmlega 50 einstaklingar eru skráðir í félagið og er öll starfsemi félagsins unnin í sjálfboðavinnu.
Skógræktin í Skagaási er gróskumikill trjálundur, skjólsæll með ágætu aðgengi og grillaðstöðu.